þriðjudagur, júní 07, 2016

Enn eykst ást mín á skotveiðimönnum

Geðslegir eru þessir skotveiðimenn sem komu sér fyrir í friðlandinu á Hornströndum til að drepa dýr sem ætlast er til að fái að lifa þar í friði. Umgengnin ofboðsleg og virðingarleysið fyrir náttúrunni jafnt sem lögum landsins algjört.

Einn þeirra, Kristján Vídalín Óskarsson, hefur fengið vilyrði fyrir því að opna villidýrasafn í Mosfellsbæ; þar í bæ þykja villidýraveiðar hans greinilega skemmtilegar og vilja leyfa honum að hafa smá ábata af því að drepa fíla og nashyrninga. Það er þokkalega dómgreindarleysið hjá þeim bæjarfulltrúum sem samþykktu þetta. Kristján og félagar hans hafa áður verið grunaðir um að stunda svona verknaði, svo þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir hegða sér svona, heldur finnst þetta greinilega í lagi.

Svo næst í Kristján til viðtals og þá auðvitað kannast hann ekki við að hafa gert neitt rangt. Og segir að sannleikurinn komi í ljós seinna.

Það er eins og að hlusta á ráðherra tala.

Raunar var það fyrsta sem ég hugsaði, þegar ég sá þessar ömurlegu fréttir um atferli skotveiðimannanna, að þessir kysu örugglega stjórnarflokkanna. Og væru pottþétt hæstánægðir með framboð Davíðs til forseta. Hann er einmitt pólitíkus eins og svona kallar vilja. Frekir og tillitslausir kallar sem engu eira.

Efnisorð: , , ,