þriðjudagur, júní 04, 2013

Öskjuhlíðin, IV: Látið hana í friði!

Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur sent frá sér harðorða tilkynningu vegna Öskjuhlíðar. Þar er bent á að eftir ellefu ár eigi samkvæmt aðalskipulagi að leggja Reykjavíkurflugvöll af en samt eigi að fella þúsundir trjáa til að greiða fyrir flugumferð. Skógræktarfélagið segir að það taki grenitré um hálfa öld að vaxa í þá hæð sem varpar fegurð á umhverfið og veiti útivistarfólki skjól.

Ég endurtek: það á að fella tré sem hafa vaxið áratugum saman borgarbúum til ánægju og yndisauka, eingöngu til þess að þjóna skammtímahagsmunum flugrekenda.

„Það veldur vissulega mikilli furðu að það mannvirki sem á að fjarlæga og nota tímabundið verði leyft að valda stórskaða á einu elsta samfellda skógræktarsvæði innan byggðar í Reykjavík. Öskjuhlíðin er nærtækasta skógarsvæði fjölmargra Reykvíkinga sem nota hana daglega til andlegrar heilsubótar. Látið hana í friði!“

Efnisorð: ,